Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.

Eyþór Árnason

Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.

Kaupa Í körfu

Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. var haldinn í gær en félaginu er ætlað að leiða þróun og breytingu á hluta af varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll og koma því í arðbær og borgaraleg not. Ríkið leggur til hlutaféð. Meðal verkefna sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. á að sinna er að gera úttekt á gamla varnarsvæðinu og kanna hvaða þróunar- og vaxtarmöguleikar felast þar. Þá mun félagið á grundvelli þjónustusamninga við ríkið annast rekstur, umsjón og umsýslu tiltekinna eigna íslenska ríkisins á svæðinu, þ.m.t. umsjón með sölu og útleigu eigna, hreinsun svæða og rífa ónýtar byggingar og þær sem ekki finnast not fyrir. MYNDATEXTI: Stofnfundur- Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Þróunarfélagsins, Andri Árnason hrl. , Geir H. Haarde forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar