Eldflaugar

Eldflaugar

Kaupa Í körfu

Þeim finnst gaman að búa til eitthvað sem fer hratt og því skal engan undra að allur þeirra frítími fari í hönnun og smíði eldflauga. Kristín Heiða Kristinsdóttir forvitnaðist um fyrstu íslensku eldflaugina hjá þremur framsæknum mönnum í Hafnarfirði. Langtímamarkmiðið er að búa til og skjóta á loft eldflaug sem nær hljóðhraða, sem er um 1.200 kílómetra hraði á klukkustund og við stefnum að því að klára eina slíka næsta sumar," segir Smári Freyr Smárason sem er einn af þremur ungum mönnum sem tilheyra áhugamannafélaginu AIR (Amateur Icelandic Rocketry) en þeir eru að hanna og smíða áhugamannaeldflaugar. MYNDATEXTI Innviðir flaugarinnar Mótor og tölvustýring Smári er nemi í pípulögnum en hann hefur ásamt Steini Hlíðari Jónssyni vélsmiði unnið að eldflaugasmíðinni frá því um áramótin 2004-2005. Snemma á þessu ári bættist svo Magnús Már Guðnason í hópinn en hann er nemi í efnafræði við Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar