Fálkinn sem hélt að hvíta kisa væri rjúpa

Jón Sigurðsson

Fálkinn sem hélt að hvíta kisa væri rjúpa

Kaupa Í körfu

Blönduós | Myndarlegur fálki hefur verið á flögri um gamla bæinn á Blönduósi undanfarna daga. Sérstakan áhuga hafði hann á húsi Erlendar Magnússonar við Brimslóðina en þar býr núna Sigurbjörg systir hans. Í húsinu er kötturinn hvítur og hafði verið úti við að leika sér í fyrsta snjó vetrarins. Sigurbjörg Magnúsdóttir sagði að fálkinn hefði eflaust séð köttinn smávaxna og álitið hann ágæta bráð. Kisi kom sér í hús og hann og Sigurbjörg Magnúsdóttir fylgdust spennt með hinum tígulega fálka sem sveif á milli bíla, staura og reykháfa nágrennisins í von um að hin hvíta bráð kæmi sem fyrst fyrir augu. MYNDATEXTI Fálkinn flýgur um í gamla bænum en Sigurbjörg og hvíta kisan fylgjast grannt með ferðum hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar