ASÍ fundur

ASÍ fundur

Kaupa Í körfu

GRUNDVALLARFORSENDA þess að Íslendingar geti nýtt sér þau tækifæri sem felast í hnattvæðingu er stöðugleiki í efnahagslífi, á vinnumarkaði og hvað varðar félagslegt réttlæti. Á það hefur skort og hafa stjórnvöld sýnt takmarkaða ábyrgð. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Grétars Þorsteinssonar, forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ), þegar hann setti ársfund sambandsins á Hótel Nordica í gær. Meginefni ársfundarins er hnattvæðingin og staða launafólks og sagði Grétar að félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild, ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddi til aukinnar velferðar. MYNDATEXTI: Trommur og rímur - Mikill fjöldi var samankominn á ársfundi ASÍ í gær og hlýddu gestir m.a. á tónlist frá Gíneu og Ástralíu sem og íslenskar rímur við upphaf fundar og gaf það tóninn fyrir umræður um hnattvæðingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar