Nauðlending í Keflavík

Ragnar Axelsson

Nauðlending í Keflavík

Kaupa Í körfu

SMÁVÆGILEG tölvubilun varð til þess að flugstjóri Continental gat ekki reitt sig á mæla flugvélar sinnar og óskaði eftir öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli. Með slökkt á öðrum af tveimur hreyflum vélarinnar lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi og viðbrögðin létu ekki á sér standa á jörðu niðri. Viðbragðsáætlunin náði til á annað þúsund manna sem tilbúnir voru að leggja sitt af mörkum ef illa færi en samkvæmt fyrstu fregnum var jafnvel búist við að flugvélin næði ekki að Keflavíkurflugvelli og myndi þá hafna í sjónum. MYNDATEXTI: Allt í góðu - Farþegar flugvélar Continental biðu rólegir í sætum sínum á meðan gert var við tölvubilunina. Ekki varð vart við óróleika meðal farþega þrátt fyrir að hættuástand hefði skapast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar