Landsfundur smábátaeigenda

Eyþór Árnason

Landsfundur smábátaeigenda

Kaupa Í körfu

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir miklar rangfærslur vaða uppi um hvalveiðar okkar í erlendum fjölmiðlum, sem haldið sé á lofti af ýmsum ráðamönnum, t.d. í Bretlandi, Svíþjóð og Ástralíu. "Það er mjög bágt að hugsa til þess að fulltrúar virðulegra ríkja sem vilja láta taka sig alvarlega á alþjóðlegum vettvangi, vinaþjóðir okkar á borð við Breta og Svía svo dæmi séu tekin, skuli fara með fleipur. Bera upp á okkur Íslendinga það sem fær ekki staðist og öllum á að vera ljóst að eru staðlausir stafir. MYNDATEXTI: Fundir - Frá setningu aðalfundar LS. Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir fundarritari, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar