Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs

Brynjar Gauti

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs

Kaupa Í körfu

UM ÞESSAR mundir er áratugur liðinn síðan Norðurskautsráðið var stofnað en Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð eiga aðild að því. Ráðið þróast stöðugt og eflist til góðra verka. Norðurskautsráðið er vettvangur um samstarf á öllum sviðum sjálfbærrar þróunar, allt frá efnahags- og umhverfismálum til þess hvernig best sé að mæta félagslegum þörfum íbúa á norðurskautssvæðum. Nú er ár liðið síðan Íslendingar fólu stjórn Norðurskautsráðsins í hendur Rússum á fundi þess í Reykjavík eftir vel heppnað formennskutímabil sem kom mörgum mikilvægum málum drjúgan spöl áleiðis. Rússar eftirláta svo Norðmönnum formennsku á ráðherrafundinum sem haldinn er í Salekhard dagana 25.-26. október í ár. MYNDATEXTI Jonas Gahr Støre

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar