Ása Hlín Svavarsdóttir og tíkin Perla

Guðrún Vala Elísdóttir

Ása Hlín Svavarsdóttir og tíkin Perla

Kaupa Í körfu

ÁSA Hlín Svavarsdóttir leikkona söðlaði um í lífinu, flutti úr 101 Reykjavík þar sem hún hafði búið frá tvítugsaldri, og upp í Borgarnes fyrr á þessu ári. Þar starfar hún hjá Landnámssetrinu en er auk þess að leikstýra áhugamannaleikhópi hjá Ungmennafélaginu Íslendingi. Þegar fréttaritari heimsótti Ásu Hlín var hún rétt ófarin í félagsheimilið Brún þar sem leikhópurinn æfir, en gaf sér tíma fyrir stutt blaðaviðtal. Hún segir margt hafa orðið þess valdandi að hún flutti í Borgarfjörðinn, einhvern veginn lá leiðin hingað. ,,Ég á sumarbústað í landi Ytri-Skeljabrekku, og hafði starfað nokkur sumur sem matráðskona á fjárbúinu Hesti, þannig að ég þekkti vel til. MYNDATEXTI: Líður vel - Ása Hlín Svavarsdóttir ásamt tíkinni Perlu, en þeim líður afskaplega vel nálægt sjónum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar