Loðnuveiðar

Friðþjófur Helgason

Loðnuveiðar

Kaupa Í körfu

Margir loðnubátar voru út af Malarrifi á Snæfellsnesi í gær eftir að hafa verið í höfn um helgina vegna veðurs, en veiðin gekk ekki vel því bátarnir voru á litlum bletti og loðnan var erfið viðureignar. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun, bendir margt til þess að uppistaðan sé búin að hrygna og stormur og stórsjór, eins og verið hefur að undanförnu, flýti fyrir hrygningunni. MYNDATEXTI: Þegar loðnan er á litlu svæði er oft þröngt á þingi við veiðarnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar