Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

NÝTT íslenskt met í laxveiði á stöng var slegið í Ytri-Rangá, ásamt vesturbakka Hólsár, í haust. Þegar veiði lauk í ánni 20. október höfðu veiðst 4.349 laxar í ánni. Í systuránni, Eysti-Rangá, veiddust í fyrra 4.225 laxar eða 124 löxum færra. Síðustu veiðimenn tímabilsins í Ytri-Rangá voru rússnesk sendinefnd, meðal annars skipuð rússneskum ríkisstjórum, sem veiddu í boði Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna. Örn Þórðarson sveitarstjóri Rangárþings ytra tók á móti hópnum og veitti honum leiðsögn. MYNDATEXTI: Metveiði - Glímt við einn laxinn fyrir ofan Rangárflúðir í Ytri-Rangá í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar