Valhöll - prófkjör Sjálfstæðisflokksins

Valhöll - prófkjör Sjálfstæðisflokksins

Kaupa Í körfu

REIKNA má með að allir þeir sem lentu í efstu sætunum í prófkjöri fyrir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi hafi haft verulegan kostnað af baráttunni, ef undan er skilinn Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem stóð ekki í sérstakri kosningabaráttu. Aðeins tveir þeirra sem náðu sætum 2-12 voru tilbúnir með kostnaðartölur. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir að því hvort þeir eða þeirra framboð hefðu boðið upp á bjór eða aðrar vínveitingar, og sögðu allir þeir sem á annað borð voru með kosningaskrifstofu að þar hefði áfengi verið haft um hönd, í mismiklum mæli þó. MYNDATEXTI: Ekki kostnaður fyrir alla - Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hlaut góða kosningu í fyrsta sætið, en hann hélt ekki úti sérstakri kosningabaráttu fyrir prófkjörið, enda hafði hann einn sóst eftir fyrsta sætinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar