Þorbjörn Haraldsson

Skapti Hallgrímsson

Þorbjörn Haraldsson

Kaupa Í körfu

ÞORBJÖRN Haraldsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri á Akureyri. Ráðning hans var tilkynnt starfsmönnum í gær en Þorbjörn kemur til starfa 1. desember. Hann er 41 árs, menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og einnig lærður trésmiður. Þorbjörn hefur starfað í 11 ár sem slökkviliðsmaður, fyrst sex ár í Reykjavík og fimm á Akureyri, þar til 2003. Hann sótti þá um stöðu slökkviliðsstjóra en fékk ekki og fór annað; hefur síðan unnið sem heilsu-, öryggis- og umhverfisstjóri hjá Arnarfelli við Kárahnjúkavirkjun. MYNDATEXTI: Liðsheild - Þorbjörn Haraldsson er nýr slökkviliðsstjóri á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar