Bjólfsmessa

Bjólfsmessa

Kaupa Í körfu

UPPTÖKUM á Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar er nú nýlokið, en þær fóru fram í Grafarvogskirkju. Messan er í sjö köflum og er tileinkuð minningu Brynjólfs Sveinssonar í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu Brynjólfs. Texti messunnar er á latínu. Þar af er texti síðasta kaflans, Virgo diva, eftir Brynjólf sjálfan. Verkið var frumflutt í Íþróttaakademíunni í Keflavík í mars á þessu ári og var þeim tónleikum fylgt eftir með tvennum öðrum, annars vegar sem hluta af guðsþjónustu í Skálholtskirkju og hins vegar í Grafarvogskirkju. MYNDATEXTI: Stórt verkefni - Fjöldi hljóðfæraleikara og söngvara tók þátt í upptöku á Brynjólfsmessu eftir Gunnar Þórðarson. Verkið var frumflutt í mars og er helgað minningu Brynjólfs Sveinssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar