Listasafn ASÍ - Pétur Örn Friðriksson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Listasafn ASÍ - Pétur Örn Friðriksson

Kaupa Í körfu

LISTAVERK Péturs Arnar sem nú sýnir í Arinstofu og Gryfju Listasafns ASÍ bera sum hver ókennileg nöfn, á borð við "Asynchronous Sync", "Hex Metronom", "NSA". Skúlptúrinn sem ber nafnið "Halkíon" sker sig nokkuð úr í goðsögulegri vísun sinni. Í grískri goðafræði segir frá Alcyone sem er einnig nafn stærstu stjörnu sjöstirnisins. Hún syrgði eiginmann sinn svo mjög að hún kastaði sér í sjóinn, en breyttist þá í Halcyon, fugl sem átti að hafa kraft til að lægja vind og öldugang. Halkíon merkir kyrrð og lausn frá áhyggjum, til eru íslensk skip sem bera eða hafa borið nafnið. MYNDATEXTI: Saltvél - "Býr yfir fagurfræðilegum, hugmyndafræðilegum og ljóðrænum krafti."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar