Hættulegur frágangur á farmi.

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hættulegur frágangur á farmi.

Kaupa Í körfu

KÆRULEYSISLEGUR frágangur á málmrörum varð til þess að þau féllu af tengivagni flutningabíls þegar honum var ekið inn á hringtorg á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Rörin runnu beint út fyrir veg og ollu aðeins skaða á ljósastaur en augljóslega er vegfarendum mikil hætta búin af þungum farmi sem er svo illa festur að hann rennur af flutningabílum þegar minnst varir. Stuttu síðar stöðvaði lögreglan í Reykjavík annan vörubíl en í því tilviki voru fjórar stroffur til að festa átta tonna farm og hvorki var notast við styttur né þverbönd. "Um leið og þetta hallast eitthvað fer þetta af bílnum," sagði varðstjóri lögreglunnar. MYNDATEXTI: Lítið hald - Þessar spýtur virtust eiga að gegna hlutverki klossa en þær komu að litlu gagni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar