Í ævintýraleit í Elliðaárdalnum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Í ævintýraleit í Elliðaárdalnum

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ekki seinna vænna að ganga um kjarri vaxinn Elliðaárdalinn áður en snjóa tekur og jörð verður hvít. Þessi drengur var í ævintýraleit og lagði upp í leiðangur með stafprik við hönd enda hefur það löngum blundað í ungum mönnum að leggja upp í frækna leiðangra. Sjálfur Egill Skallagrímsson orti á sínum tíma að fyrir honum lægi að halda út í heim á vit ævintýranna. Engin ástæða er þó til að ætla að drengurinn ungi á myndinni sé jafn vígfús og skáldið á Borg á Mýrum var til forna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar