Alþingi

Eyþór Árnason

Alþingi

Kaupa Í körfu

MÆLT var fyrir því á Alþingi í gær að gerð yrði úttekt á því hvaða breytingar hafa orðið á rafmagnsverði til almennra notenda og fyrirtækja í kjölfar breytinga sem urðu á skipulagi raforkumála í ársbyrjun 2005. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, mælti fyrir þingsályktunartillögu þessa efnis, en hann er fyrsti flutningsmaður hennar. Meðflutningsmenn eru, auk þingmanna Frjálslynda flokksins, þingmenn úr Samfylkingu og Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Fram kom í umræðum á Alþingi í gær að Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, er meðmæltur tillögunni. Hann var eini stjórnarliðinn sem tók þátt í umræðunum. MYNDATEXTI: Upplýsingar - Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja fá upplýsingar um hvaða breytingar hafa orðið á rafmagnsverði til notenda frá 2005.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar