Þjóðleikhúsið - Kúlan

Þjóðleikhúsið - Kúlan

Kaupa Í körfu

NÝTT LEIKSVIÐ verður tekið í notkun í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Leiksviðið, sem ber nafnið Kúlan, er staðsett undir Kassanum, þar sem var áður Litla svið Þjóðleikhússins á Lindargötu 7. "Kúlan er hugsuð sem tilraunasvið, helgað minni sýningum og þá fyrst og fremst sýningum fyrir börn, en líka og jafnframt nýrri leikhúsreynslu óháð aldri," segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Kúlan verður opnuð með sýningunni Umbreyting - Ljóð á hreyfingu sem hefur verið kynnt sem brúðusýning fyrir fullorðna MYNDATEXTI Veröldin Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri með heiminn að baki sér í Kúlunni, nýju sviði Þjóðleikhússins sem tekið verður í notkun á laugardaginn með brúðusýningunni Umbreyting

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar