Fyrsta hrefnan veidd

Halldór Sveinbjörnsson

Fyrsta hrefnan veidd

Kaupa Í körfu

FIMM langreyðar voru komnar á land í gær, fjögur kvendýr og eitt karldýr, en Hvalur 9 er væntanlegur til hafnar í dag með tvær langreyðar til viðbótar, sem veiddust í gær. Þá veiddu skipverjar á Halldóri Sigurðssyni ÍS fyrstu hrefnuna í atvinnuskyni í gær í Ísafjarðardjúpi. Tuttugu og fimm ríki hyggjast í dag hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum í atvinnuskyni. MYNDATEXTI: Hrefna skotin fyrir vestan - Skipverjar á Halldóri Sigurðssyni ÍS veiddu fyrstu hrefnuna í atvinnuskyni í Ísafjarðardjúpi rétt fyrir hádegi í gærdag. Á myndinni sést m.a. Konráð Eggertsson skipstjóri (t.v. fyrir miðju) en verið var að taka hrefnuna úr bátnum þegar ljósmyndara bar að garði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar