Jón H. H. Sen yfirlæknir og skurðlæknir

Steinunn Ásmundsdóttir

Jón H. H. Sen yfirlæknir og skurðlæknir

Kaupa Í körfu

Neskaupstaður | Jón fæddist árið 1966 í Reykjavík og ólst upp í Hlíðunum. Hann á kínverskar rætur þar sem afi hans í föðurætt er kínverskur. Eftir læknispróf frá Háskóla Íslands og upphaf á skurðlæknisnámi við Landspítalann lá leiðin til Noregs árið 1996 til að halda áfram sérnámi í skurðlækningum. "Ég fékk áhuga á skurðlækningum í menntaskóla og hef verið hrifinn af náttúruvísindum frá því ég var smákrakki," heldur Jón áfram. Hann ætlaði upphaflega að verða atvinnuflugmaður og segist hafa haft enn meiri áhuga á fluginu en læknisfræði, en atvinnuhorfur fyrir flugmenn hafi verið erfiðar og það hafi ráðið úrslitum. Jón kynntist konu sinni, Gunni Sif Sigurgeirsdóttur myndlistarmanni fyrir 16 árum. MYNDATEXTI: Greining - Jón H. H. Sen, yfirlæknir og skurðlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, er haldinn þrálátri veiðidellu og líkar best úti í guðsgrænni náttúrunni með fjölskyldunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar