Óveður á höfuðborgarsvæðinu

Óveður á höfuðborgarsvæðinu

Kaupa Í körfu

Miklar annir voru hjá björgunarsveitum þegar þakplötur fuku, steypumót fóru af stað, fiskikör tókust á loft og malarregn skall á bílum í storminum STORMUR gekk yfir landið allt í gær og hafði í för með sér talsverðar skemmdir á eignum víða um land. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki, en þakplötur, trampólín og annað lauslegt fauk um og skip slitnuðu frá bryggju....Rak í átt að grjótgarðinum Tvö skip slitnuðu frá bryggju í Hafnarfjarðarhöfn þegar veðrið stóð sem hæst í gærmorgun en þá var einnig stórstreymt. Skipin rak í átt að grjótgarðinum án þess að nokkur fengi rönd við reist, og strönduðu á sandbakka. MYNDATEXTI: Landfestar slitnuðu Tvö skip losnuðu frá bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun og strönduðu á sandbakka, en vel gekk að ná þeim á flot.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar