Óveður á höfuðborgarsvæðinu

Óveður á höfuðborgarsvæðinu

Kaupa Í körfu

LANDFESTAR sem héldu tveimur skipum við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn slitnuðu í veðri sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gærmorgun og strönduðu þau á sandbakka skammt frá bryggjunni. Ekki er talið að tjón hafi orðið á skipunum. Um var að ræða grænlenska togarann Ikkamiat og línubátinn Serene sem er í eigu Íslendinga. Dráttarbátum tókst að losa línubátinn um tveimur tímum eftir strandið en togarinn losnaði ekki fyrr en fór að flæða að um kl. 15 MYNDATEXTI: Flaut upp Grænlenski togarinn Ikkamiat sat fastur á strandstað þar til kl. 15 þegar fór að flæða að og hann flaut upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar