Haukar - Creteil 37:30

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Haukar - Creteil 37:30

Kaupa Í körfu

HAUKAR sýndu allar sínar bestur hliðar á Ásvöllum í gær er liðið lagði franska liðið Creteil í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Frakkarnir héldu í við hið unga lið Hauka á upphafskafla leiksins en eftir snarpa rispu komust Haukar í 9:6 og litu aldrei um öxl eftir það. Lokatölur 37:30. Þétt vörn og litríkur sóknarleikur var helsti styrkur Hauka í gær þar sem Þórir Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson fóru á kostum í sókn sem vörn. Haukar eiga því enn von um að komast í EHF-keppnina sem þriðja liðið úr þessum riðli. Og með sigrinum í gær skildu Haukar franska liðið eftir á botni riðilsins. MYNDATEXTI: Ásgeir Örn Hallgrímsson var áræðinn gegn franska liðinu Creteil og skoraði 9 mörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar