Borgarstjórinn og eldri borgarar

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Borgarstjórinn og eldri borgarar

Kaupa Í körfu

ÞETTA var ágætur fundur þar sem við fengum tækifæri til þess að koma sjónarmiðum okkar vegna þessara hækkana á framfæri," segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara (FEB), en framkvæmdastjórn félagsins átti í gær fund með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra og Jórunni Frímannsdóttur, formanni velferðarráðs. "Ég hef trú á því að það verði tekið tillit til okkar sjónarmiða, enda voru það mörgum eldri borgurum í Reykjavík gríðarleg vonbrigði að nýr meirihluti skyldi hækka þjónustugjöldin eftir fyrri yfirlýsingar um að huga ætti sérlega vel að málefnum eldri borgara í borginni," segir Margrét. MYNDATEXTI: Málin rædd - Stefanía Björnsdóttir, Helgi Seljan, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Margrét Margeirsdóttir, Hinrik Bjarnason, Stefán Ólafur Jónsson og Jórunn Frímannsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar