Bruni á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Bruni á Húsavík

Kaupa Í körfu

LITLU mátti skeika þegar lögreglumenn drógu meðvitundarlausa konu sem hafði hlotið lífshættulegt stungusár auk brunasára út úr brennandi húsi á Húsavík á laugardagskvöld. Maður sem er grunaður um að hafa stungið konuna og annan mann og síðan kveikt í húsinu sneri aftur þegar lögregla var að hlúa að konunni og ógnaði lögreglumönnum með því að halda blóðugum hnífi hátt á loft. Hnífstungan kom í bak konunnar og náði að lungum en einnig hlaut hún brunasár. MYNDATEXTI: Ónýtt - Húsið er gamalt steinhús sem var einangrað með torfi. Slökkviliðið varð að rífa klæðningu frá til að komast að eld og glóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar