Fjármálaeftirlitið

Eyþór Árnason

Fjármálaeftirlitið

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐAVÆÐINGIN hefur gert fyrirtæki og heilu fjármálakerfin berskjölduð gagnvart umtalsáhættu, að mati Jónasar Friðriks Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, en ársfundur eftirlitsins var haldinn í gær. Að mati Jónasar brugðust viðskiptabankarnir rétt og vel við umfjöllun erlendra aðila, sem hófst með útgáfu skýrslu Fitch Ratings í febrúar. Segir hann bankana hafa lagt mikla vinnu í að auka gagnsæi og koma upplýsingum á framfæri, en ekki síður að sanna í verki að þeir gátu bæði skilað góðri afkomu og náðu að endurfjármagna rekstur sinn þegar á móti blés. MYNDATEXTI: Upplýsingar - Forstjóri FME segist sannfærður um að auknar kröfur um upplýsingagjöf íslenskra fyrirtækja séu komnar til að vera.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar