Brjóstmynd af Davíð Oddssyni afhjúpuð

Sverrir Vilhelmsson

Brjóstmynd af Davíð Oddssyni afhjúpuð

Kaupa Í körfu

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhjúpaði í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur brjóstmynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi borgarstjóra. Davíð ávarpaði viðstadda og þakkaði þann heiður sem sér væri sýndur. Hann kvaðst hafa kynnst öllum borgarstjórum Reykjavíkur að undanskildum fjórum fyrstu. Hann minnist þess að bæði Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen hafi sagt við sig, hvor í sínu lagi, að hann skyldi vera eins lengi borgarstjóri og hann gæti. Það myndi honum þykja skemmtilegasta starf sem hann hefði gegnt. Voru þeir báðir forsætisráðherrar þegar þessi orð féllu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar