Systur heimsækja Höfða

Brynjar Gauti

Systur heimsækja Höfða

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var tilfinningaþrungin stund þegar systurnar Eleane Reed og Chris Conner heimsóttu Höfða í gær, en þær eru dætur hjónanna George og Minnie Piddington sem bjuggu og störfuðu í Höfða undir lok fimmta áratugar síðustu aldar. Þau hjónin unnu sem bílstjóri og ráðskona hjá breska sendiráðinu, en Höfði var bústaður breska sendiherrans á árabilinu 1938 til 1952, allt þar til sendiráðið seldi Höfða og flutti í núverandi húsnæði við Laufásveg. "Það er ótrúlegt að vera hérna í húsinu vitandi að hér hafi pabbi og mamma búið og unnið," sagði Eleane Reed og Chris Conner bætti við: "Að horfa út um gluggann og sjá sömu fjöll og sama haf og þau sáu á sínum tíma." MYNDATEXTI: Gjöf - Júlíus Vífill Ingvarsson ásamt Eleane og Colin Reed og Alan og Chris Conner. Systurnar færðu Reykjavíkurborg tuttugu ljósmyndir til eignar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar