Sambýlið í Kerlingardal 10 ára

Jónas Erlendsson

Sambýlið í Kerlingardal 10 ára

Kaupa Í körfu

Mýrdalur | "Þetta er skemmtileg vinna og hún er erfið eins og öll umönnunarstörf - en hún gefur manni líka mikið," segir Victoria Jonsson í Kerlingardal í Mýrdal. Hún og sambýlismaður hennar, Karl Pálmason, reka sambýli fyrir geðfatlaða einstaklinga á vegum Svæðisskrifstofu Suðurlands á bænum. Sambýlið hefur verið starfrækt í tíu ár og var haldið upp á tímamótin með veislu á dögunum. Fjórir sjúklingar eru á sambýlinu, á aldrinum frá tæplega fimmtugu og upp í tæplega sextugt. Victoria segir að sumir þeirra séu búnir að missa foreldra sína og eigi fáa að og þeir séu því orðnir hluti af fjölskyldunni í Kerlingardal. Hún segir að sambýlið sé heimili þeirra. MYNDATEXTI Victoria Jonsson sker sneið af tertu fyrir Ásdísi Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Sif Hákonardóttur og Sigurbjörgu Árdísi Lárusdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar