Félagsmálaráðherra með blaðamannafund

Eyþór Árnason

Félagsmálaráðherra með blaðamannafund

Kaupa Í körfu

Félagsmálaráðherra kynnti í gær stefnumótun um þjónustu við fötluð börn og fullorðna fyrir árin 2007-2016. Silja Björk Huldudóttir var á staðnum. FYRIR árið 2016 eiga allir fatlaðir hérlendis að njóta sambærilegra lífskjara og lífsgæða og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í drögum að nýrri stefnumótun sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti á blaðamannafundi sem hann efndi til í Fjöliðjunni, vinnustað fyrir fatlaða á Akranesi, í gær. MYNDATEXTI: Stefnumótun kynnt - Fjölmenni var í húsakynnum Fjöliðjunnar á Akranesi þar sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti drög að stefnumótun ráðuneytisins um þjónustu við fatlaða sem gildir frá 2007 til 2016.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar