Elín Ingólfsdóttir

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Elín Ingólfsdóttir

Kaupa Í körfu

Fimm ár eru síðan hjónin Elín Björg Ingólfsdóttir útstillingahönnuður og Gunnar Berg Gunnarsson múrari fluttu inn í nýtt einbýlishús ásamt börnum sínum, Ingólfi og Katrínu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir leit í heimsókn og þáði kaffibolla í hlýlegu umhverfi. MYNDATEXTI Stofan Hátt er til lofts og vítt til veggja. "Litavalið í húsinu réðst svolítið af húsgögnunum sem við áttum þegar við vorum að byggja," segir Elín. Borðstofuborðið lét hún smíða eftir eigin hugmyndum og er hægt að stækka það fyrir allt að 14 manns. Sófaborðið er yfir 20 ára gamalt frá þeim tíma sem króm og gler var allsráðandi. "Meðan ég finn ekkert annað sem ég fell fyrir læt ég það duga enda hef ég gaman af því að blanda þessu svolítið saman."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar