Setbergsskóli skemmtun

Setbergsskóli skemmtun

Kaupa Í körfu

Spenna og eftirvænting ríkti í sal Setbergsskóla þegar Hafnarfjarðarkeppnin í Stíl 2006 var haldin um síðustu helgi. Þokkafullar gyðjur svifu um salinn íklæddar sérstökum klæðnaði sem minnti á móður náttúru. Einstaka strákar í sérstökum múnderingum voru þeirra á meðal. Aðdáun áhorfenda leyndi sér ekki. Löng var biðin eftir að dómarar kæmu sér saman um hverjir hlytu fyrstu sætin enda valið vandasamt. Hlutskarpastar urðu Yrsa Pálína Ingólfsdóttir og Sandra Sif Sigurjónsdóttir en þær kalla sig Laufið og eru í Setbergsskóla MYNDATEXTI Sandra Sif Sigurjónsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar