ÍR - Fylkir

Brynjar Gauti

ÍR - Fylkir

Kaupa Í körfu

FYLKIR landaði öðrum sigri sínum í þremur leikjum í DHL-deildinni í handknattleik karla er liðið heimsótti ÍR í Breiðholtið í gær. Fylkir hafði sem sagt betur, 29:27, eftir að hafa haft fjögurra marka forskot í hálfleik, 15:11. Sigurinn var frekar sanngjarn enda höfðu Árbæingar yfirhöndina frá því í fyrri hálfleik og til loka. ÍR-ingar voru ekki í sínu besta formi að þessu sinni en hefðu þó getað nælt sér í stig eftir góðan endasprett. Leikurinn markaði ákveðin tímamót fyrir Fylkismenn, en þetta var fyrsti leikur Vladimirs Duric og síðasti leikur fyrirliðans Guðlaugs Arnarssonar í bili, en hann hefur verið lánaður til Gummersbach. MYNDATEXTI: Kraftur - Fylkir hafði betur á heimavelli sínum gegn ÍR-ingum í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar