Matreiðslunemar í MK fengu verðlaun

Eyþór Árnason

Matreiðslunemar í MK fengu verðlaun

Kaupa Í körfu

NEMENDUR úr Menntaskólanum í Kópavogi unnu tvenn gullverðlaun í árlegri nemakeppni AEHT (Evrópusamtök hótel- og ferðamálaskóla) sem haldin var í Killarney á Írlandi 7.-12. nóvember sl. Íris Jóhannsdóttir, nemi á ferðabraut MK, keppti í ferðakynningum ásamt Danny van der Weel frá Hollandi. Þau fengu það verkefni að fjalla um neikvæð og jákvæð áhrif ferðamennsku á umhverfið í Killarney og koma með tillögur til úrbóta. Hlutu þau gullverðlaun fyrir kynningu sína og silfurverðlaun fyrir að vera eitt af þeim sex liðum sem sýndu besta samvinnu og fagmennsku. Íris fékk einnig gullverðlaun fyrir að vera stigahæsti keppandinn frá sínu landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar