Georg Guðni - sýning

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Georg Guðni - sýning

Kaupa Í körfu

GEORG Guðni Hauksson skipar sérstakan sess í íslenskri myndlistarsögu en margir eru sammála um að hann hafi endurnýjað íslensku landslagshefðina í málaralist. Hann nýtir sér grundvallarþætti í hefðbundnum landslagsverkum, svo sem skiptingu myndflatar í forgrunn, miðhluta og bakgrunn, og samþættir stílbrögðum sem rekja má til módernismans og vitundar um málverkið sem tvívíðan flöt. Skemmst er að minnast verka þar sem hann málaði sig - eða óf sig öllu heldur - inn í landslagið með aðferðum geómetríunnar og skapaði þannig eins konar "köflótt" landslag. MYNDATEXTI: Seiðmagnað andrúmsloft - "Þá eru verkin stór og sjónbaugur neðan við augnhæð sýningargesta sem eykur á "sogkraft" myndanna, líkt og í nokkurs konar aðflugi."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar