Orkan opnar í Grundarfirði

Gunnar Kristjánsson

Orkan opnar í Grundarfirði

Kaupa Í körfu

Grundarfjörður | Yfir 200 manns þrammaði í sunnanstrekkingi og kafaldshríð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga um síðustu helgi, inn að nýrri sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar við austanverðan bæinn. Slík ganga útheimti að sjálfsögðu töluverða orku því gengið var mót sunnanvindinum og var því sannkölluð orkuganga. Nýjasti flutningabíllinn Það var Ragnar Haraldsson bifreiðastjóri og einn eigandi vöruflutningastöðvarinnar Ragnar og Ásgeir ehf. sem dældi fyrstu dropunum á nýjasta Volvovörubílinn í flotanum. Orkan hafði heitið á félagsmiðstöð unglinga, Eden, að greiða 500 kr. fyrir hvern þann sem mætti í skrúðgönguna íklæddur einhverju bleiku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar