Ingólfur Margeirsson með útvarpsstöð á netinu

Ingólfur Margeirsson með útvarpsstöð á netinu

Kaupa Í körfu

Mér finnst mjög gott að byrja daginn á því að útvarpa morgunspjalli héðan heiman frá mér áður en ég fer úr húsi og þeytist út um allan bæ," segir Ingólfur Margeirsson, nýútskrifaður sagnfræðingur, sem er þessa dagana að skrifa MA-ritgerð en gefur sér þó tíma til að sinna starfi sínu sem útvarpsstjóri á sinni eigin útvarpsstöð. Ingólfur sendir út á hverjum morgni af heimasíðu sinni, fer yfir dagblöðin og veltir fyrir sér þeim málefnum sem þar ber á góma og spilar tónlist á milli. "Ég er að velta fyrir mér að senda út bókmenntagagnrýni í töluðu máli núna fyrir jólin og forlögin hafa tekið vel í þá hugmynd. Eins er ég að hugsa um að gera það sama með tónlist sem gefin er út hér á landi." MYNDATEXTI: Útvarpsstjóri Ingólfur kann því vel að vera stjórinn á ingo.is og hér tekur hann útvarpsviðtal við Guðna Má Henningsson um tónlist og trú og allt sem hann þarf er tölva og míkrafónn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar