Helga Ólafsdóttir fatahönnuður

Helga Ólafsdóttir fatahönnuður

Kaupa Í körfu

Fötin mín eru hugsuð fyrir leikskólabörn. Þau eru þægileg og litrík, úr góðum efnum og eiga að þola þvott og ærslagang. Ég ákvað að skreyta fötin með skemmtilegum smáatriðum, svo sem kanínu- og geimverueyrum, því mér finnst barnaföt oft of alvarleg og lík tískufatnaði fullorðinna. Börn eiga að fá að vera börn á meðan þau eru börn," segir fatahönnuðurinn Helga Ólafsdóttir, sem hannaði barnafatalínu sem nýkomin er í verslanir Hagkaupa. Fatalínan hennar Helgu er framleidd í Tyrklandi, Kína og á Indlandi undir vörumerkinu "Snú snú" og eru fötin sérsniðin fyrir leikskólabörn á öllum aldri. Helga hafnaði í öðru sæti í hönnunarsamkeppni sem Hagkaup stóð fyrir og hefur í kjölfarið þróað barnafatalínuna Snú snú. MYNDATEXTI: Hönnuðurinn - Helga Ólafsdóttir á fjölda hugmynda að barnafatnaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar