Gunnar Þórðarson og Óskar Pétursson

Skapti Hallgrímsson

Gunnar Þórðarson og Óskar Pétursson

Kaupa Í körfu

Ég er búinn að setja þessa plötu í dóm þjóðarinnar. Nú er bara að bíða og sjá hvort ég veð í villu og svima," segir Óskar Pétursson tenórsöngvari en komin er út platan Ástarsól, þar sem hann syngur fjórtán lög eftir Gunnar Þórðarson. "Það hefur verið mikill heiður að taka þátt í þessu verkefni. Gunnar er auðvitað einstakur tónlistarmaður og það hefur alltof lítið borið á honum undanfarin misseri. Hann tók sig reyndar til og samdi heila messu í fyrra. Það virðist ekkert standa fyrir honum þegar hann er að semja tónlist." MYNDATEXTI: Félagar- Óskar ber lagasmiðnum Gunnar Þórðarsyni vel söguna. "Mikill heiður að taka þátt í þessu verkefni."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar