Eldflaug á Vigdísarvöllum

Eldflaug á Vigdísarvöllum

Kaupa Í körfu

ALLT gekk að óskum þegar íslenskri eldflaug var skotið á loft á Vigdísarvöllum skammt frá Krísuvík um tvöleytið á laugardag. Það voru þrír ungir menn sem smíðuðu eldflaugina og skutu henni á loft, þeir Smári Freyr Smárason, Steinn Hlíðar Jónsson og Magnús Már Guðnason. Eldflaugin er 2,05 metrar á lengd. Hún nær allt að 600 kílómetra hraða á klukkustund og það tók hana því ekki nema um 15 sekúndur að ná 1.200 m hæð. Þegar í þá hæð var komið sveif flaugin til jarðar í þar til gerðri fallhlíf. Hönnuðirnir hafa ekki látið staðar numið í eldflaugagerð og stefna á að smíða flaug sem nær hljóðhraða, sem er um 1.200 kílómetra hraði á klukkustund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar