Álversumræður í Hafnarfirði

Álversumræður í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

SAMKOMULAG hefur ekki náðst milli Alcan og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um þau skilyrði sem sett hafa verið fram af hálfu bæjarins og því liggur ekki fyrir tillaga að deiliskipulagi vegna stækkunar álversins í Straumsvík, að því er fram kom í máli Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði á fjölsóttum málfundi Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í gær. Lúðvík rakti í ræðu sinni gang málsins og sagði að Alcan hefði fyrir rúmu ári lagt fram tillögu að nýju deiliskipulagi vegna mögulegrar stækkunar álsversins úr 180 þúsund tonnum á ári í 460 þúsund tonn en að áður hefðu bæjaryfirvöld samþykkt ýmsa fyrirvara á slíku skipulagi. MYNDATEXTI: Áhugasamir íbúar - Fjölmennt var á fundi Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gær þar sem hugsanleg stækkun álversins í Straumsvík var til umræðu frá ýmsum sjónarhornum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar