Þing Sjómannasambands Íslands

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þing Sjómannasambands Íslands

Kaupa Í körfu

SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, telur að Íslendingar eigi að vinna að uppbyggingu markaða fyrir hvalaafurðir og stefna að því að veiða nokkur hundruð stórhvali á ári, auk hrefnu, undir eftirliti sérfræðinga. Þing Sjómannasambands Íslands, það 25. í röðinni, hófst í Reykjavík í gær með ávarpi Sævars Gunnarssonar, sjávarútvegsráðherra og fleiri gesta. Á þinginu er fjallað um atvinnu- og kjaramál, lögskráningu sjómanna og öryggismál. Þinginu lýkur í dag með afgreiðslu ályktana. MYNDATEXTI: Samtal - Sævar Gunnarsson leggur áherslu á mál sitt í samtali við Einar K. Guðfinnsson og Guðmund Hallvarðsson við upphaf þingsins í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar