Þing Sjómannasambands Íslands

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þing Sjómannasambands Íslands

Kaupa Í körfu

Framlög ráðuneytisins til rannsókna hafa tvöfaldast á sjö árum FRAMLÖG sjávarútvegsráðuneytisins til rannsókna hafa liðlega tvöfaldast frá árinu 1999, reiknað á verðlagi hvers árs. Kom það fram í ávarpi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra við setningu þings Sjómannasambands Íslands. Sjávarútvegsráðherra fjallaði sérstaklega um mikilvægi rannsókna í ávarpi sínu. Sagði hann að framlag ráðuneytisins til Hafrannsóknastofnunarinnar hefði hækkað úr 816 milljónum árið 1999 í 1420 milljónir á yfirstandandi ári, eða um rúm 74%, á meðan vísitala neysluverðs hefði hækkað um 37%. MYNDATEXTI: Fulltrúar - Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, gluggar í plögg ásamt félögum sínum úr Sjómannafélagi Eyjafjarðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar