Skautasvell á Ingólfstorgi

Sverrir Vilhelmsson

Skautasvell á Ingólfstorgi

Kaupa Í körfu

VINNA við skautasvell á Ingólfstorgi hófst í gær en það verður opnað almenningi 7. desember nk. í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar sem hefur veg og vanda af uppsetningu svellsins, ásamt Reykjavíkurborg. Jólatónlist mun hljóma á torginu auk þess sem reglulega verður boðið upp á tónlistaratriði í þann tæpa mánuð sem svellið verður opið. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir jafnvel koma til greina að halda svellinu opnu lengur ef vel til tekst og einnig gæti farið svo að skautasvell á Ingólfstorgi yrði þar árlega yfir vetrarmánuðina, en fjölmargar áskoranir þess efnis hafa borist frá borgarbúum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar