Erla Dögg sundkona

Svanhildur Eiríksdóttir

Erla Dögg sundkona

Kaupa Í körfu

Njarðvík | "Auðvitað hef ég misst af ýmsu vegna tímans sem fer í sundið, en ég hef fengið svo margt annað í staðinn og finnst ég ekki hafa farið á mis við neitt. Það má kannski segja að ég sé í öðrum takti og á allt annarri línu en jafnaldrar mínir," sagði Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr Njarðvík, sem síðastliðna helgi setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki. Á Íslandsmeistaramótinu í sundi sem haldið var í nýrri Laugardagslaug sló hún fimm ára gamalt met Láru Hrundar Bjargardóttur með því að synda 200 metra fjórsund kvenna á tímanum 2:16,94. Erla Dögg sagðist í samtali við blaðamann hafa átt þetta inni og hafi sett stefnuna á metið. MYNDATEXTI Fimmtíu metra innilaug bætir mjög aðstöðu sundfólks í Reykjanesbæ. Erla Dögg Haraldsdóttir sér ekki eftir þeim tíma sem hún eyðir í sundlaugum hér og erlendis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar