Anna María

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Anna María

Kaupa Í körfu

Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum, dóttir mín var þá fimm ára og fyrir jólin hafði ég sagt henni að Jesú ætti afmæli," segir Anna María Sigurðardóttir sem stendur að útgáfu á dvd-diski með jólatengdu efni nú fyrir jólin. "Ég er ekki góð að segja sögur," heldur Anna María áfram. "Þær verða yfirleitt snubbóttar hjá mér og í styttri útgáfu. Þetta ár, þegar dóttir mín var fimm ára, áttaði ég mig á því að hún var með jólaguðspjallið, þá fallegu sögu, nánast í smáatriðum alveg á hreinu," segir Anna María. "Kennarinn hennar, Margrét Matthíasdóttir í Ísaksskóla, hafði, sem hluta af undirbúningi jólanna, sagt börnunum frá fæðingu Jesú. Og hún gerði það svona listilega vel að dóttir mín kunni þetta í smáatriðum." MYNDATEXTI Hugmyndasmiðurinn Anna María Sigurðardóttir í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar þar sem diskurinn var tekinn upp að hluta til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar