Snjóhús

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Snjóhús

Kaupa Í körfu

Snjórinn kryddar tilveru barnanna. Fyrsti snjórinn í höfuðborginni var uppspretta mikillar gleði. Út um alla borg mátti sjá önnum kafna krakka sem léku sér á þotum eða útbjuggu snjókarla. Snjóhúsin risu hvert á fætur öðru. Göng í snjóhúsi "Það er mikið léttara að skríða bara í gegnum snjóhúsið," segir Björn Steinþór Björnsson, sem er ellefu ára, um mikilvægi þess að grafa göng inn í sjóhúsi. Hann og félagar hans, Brynjar Arnar Brynjarsson og Breki Arnar Brynjarsson, sem eru tveimur árum yngri lögðu mikið kapp á að byggja veigamikið snjóhús fyrir aftan Menntaskólann í Kópavogi fyrr í vikunni. Fleiri lögðu hönd að verki. MYNDATEXTI Björn gægist út úr snjóhúsinu. Í snjókasti er gott að eiga athvarf sem hægt er fela sig í.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar