Veiðihornið fær viðurkenningu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Veiðihornið fær viðurkenningu

Kaupa Í körfu

KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands veitti í gær versluninni Veiðihorninu viðurkenningu fyrir blaðaauglýsinguna "Veiðar - ekki bara fyrir konur" og er viðurkenningin veitt á þeirri forsendu að auglýsingin stuðli að auknu jafnrétti kynjanna og ýti undir jákvæða ímynd kvenna. Markmið KRFÍ hefur frá upphafi verið að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum þjóðfélagsins. Fulltrúar stjórnar KRFÍ, Margrét Sverrisdóttir varformaður og Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður, afhentu eigendum Veiðihornsins, Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni, viðurkenninguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar