Dagur rauða nefsins

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Dagur rauða nefsins

Kaupa Í körfu

DAGUR rauða nefsins verður haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi nk. föstudag. Hugmyndin kemur frá Bretlandi þar sem fyrst var haldið upp á daginn árið 1988 í þeim tilgangi að safna fé til þurfandi barna í Afríku. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins verið haldinn þar í landi annað hvert ár, en einnig víða um heim. Hér á landi er það Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem hefur veg og vanda af Degi rauða nefsins og hvetja samtökin landsmenn til að gleðjast og gleðja aðra með því að setja upp rauð trúðanef en ágóði af sölu nefjanna rennur til verkefna UNICEF um allan heim. Rauðu nefin fást í verslunum Bónuss, 10-11, útibúum Glitnis og á bensínstöðvum ESSO um land allt og kosta fimm hundruð krónur. MYNDATEXTI: Strangar æfingar - Mikil gleði ríkti við æfingar á söfnunarþætti í tilefni af Degi rauða nefsins þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. F.v. Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason og Sverrir Sverrisson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar