Félagsmálaráðherra fundar með bæjarstjórum
Kaupa Í körfu
SKIPAÐUR verður starfshópur fulltrúa félagsmála- og utanríkisráðuneytis, sveitarfélaga og ýmissa stofnana, sem mun fara yfir búsetu fólks í atvinnuhúsnæði og gera tillögur til úrbóta. Til greina kemur meðal annars að gera breytingar á ákvæðum laga og/eða reglugerða á þessu sviði til að stoppa upp í göt sem menn eru sammála um að séu á núgildandi tilhögun þessara mála, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í félagsmálaráðuneytinu seinnipartinn í gær, en til fundarins var boðað að frumkvæði félagsmálaráðherra, en auk hans sátu fundinn fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, formaður félagsmálanefndar Alþingis og embættismenn úr umhverfisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. MYNDATEXTI: Búseta - Frá fundinum í félagsmálaráðuneytinu í gær þar sem farið var yfir búsetu fólks í atvinnuhúsnæði og möguleg úrræði til úrbóta.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir